• Jón Steinar Gunnlaugsson

Grafalvarleg gamanmál


Nú fer íslenskt réttarkerfi á hliðina vegna undarlegs dóms frá MDE um að dómari hafi verið skipaður að Landsdómi í andstöðu við lög. Sá dómari hafði verið metinn hæfur af matsnefnd um dómaraefni, eins og reyndar þrír aðrir dómarar, sem Alþingi skipaði en voru ekki meðal hinna 15 efstu í mati nefndarinnar.


Á árinu 2018 kallaði Hæstiréttur inn í næstum öll mál sem dæmd voru á því ári, lögfræðinga sem fæstir höfðu verið metnir hæfir til setu í réttinum. Voru þeir yfirleitt valdir úr hópi vina og kunningja sitjandi hæstaréttardómara. Aðilar þessara mála máttu una því að mál þeirra væru dæmd af þessum ómetanlegu kunningjum dómaranna.


Ætli þetta hafi verið í lagi? Hvernig væri að einhver þeirra málsaðila, sem mátti þola dóm Hæstaréttar þar sem slíkir dómarar sátu í dómi, kærði nú málsmeðferð Hæstaréttar til MDE? Þá yrði nú gaman!


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

© 2018 JSG lögmenn, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík og Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum. Netfang: upplysingar@jsg.is. Sími: 5301230.

  • s-facebook
  • s-linkedin