top of page

Bækur

Umbúðalaust - Hugleiðingar í hálfa öld

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur um áratugaskeið verið einn allra skarpasti og áhugaverðasti þjóðfélagsrýnir landsins. Greinar hans í Morgunblaðinu og víðar síðastliðin 50 ár hafa jafnan vakið mikla athygli. Í þessari bók, Umbúðalaust - Hugleiðingar í hálfa öld, hefur úrval greina hans verið tekið saman. 

Greinar Jóns Steinars tengjast lífsskoðun hans á ýmsa vegu. Þær eru flestar stuttar og hnitmiðaðar og fjalla oft um málefni líðandi stundar. Margar eru um lögfræðileg efni og er sammerkt með þeim flestum að þær eldast afar vel. Þær sýna hve skýra sýn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur haft í stormum sinna tíða. Margt af því sem hann benti á fyrir mörgum árum og áratugum þykir flestum sjálfsagt núna. 

Bókin í vefverslun Bókafélagsins

Umbudalaust.png
bottom of page