top of page
  • Writer's pictureJón Steinar Gunnlaugsson

Stjórnsýsla án ábyrgðar


Það fór eins og ég spáði. Ráðherra hvalveiða mun ekki þurfa að víkja úr embætti, þó að fyrir liggi að hann (hún) hafi valdið ríkissjóði bótagreiðslum vegna ólögmætrar stöðvunar hvalveiða s.l. sumar, Þessar greiðslur munu væntanlega kosta þjóðina tugi milljóna króna. Flokkssystir ráðherrans, sem situr í embætti forsætisráðherra, hefur komist að þessari niðurstöðu og formenn hinna stjórnarflokkanna lagt blessun sína yfir. Þetta er ótrúlegt. Stór hluti þjóðarinnar virðist í þokkabót vilja kjósa forsætisráðherrann í embætti forseta Íslands og er því spáð að hún sé liklegri öðrum til að ná kjöri. Þá liggur það fyrir. Einstakir ráðherrar eru ekki bundnir af landslögum við embættisfærslur sínar ef þeir eru persónulega þeirrar skoðunar að lögin ættu að vera annars efnis en þau eru. Getur verið að þjóðin verðskuldi þessa stjórnendur? Svari nú hver fyrir sig.


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

bottom of page