• Jón Steinar Gunnlaugsson

Ráð sem ættu að duga


Þessa dagana hvolfast yfir fréttir um ört vaxandi neyslu fíkniefna í landinu. Samt höfum við tekið fast á gegn þessum vágesti, því meðferð og neysla fíkniefna er bönnuð á Íslandi. Hér er sýnilega ekki nóg að gert. Það er ekki nóg að banna þetta. Það verður að harðbanna það.


Ef það dugir ekki er varla annað til ráða en að taka upp aðferðirnar sem notast er við á Filippseyjum. Við ættum þá að dreifa skotvopnum til landsmanna og hvetja þá til að skjóta alla sem þeir telja að kunni að hafa fíkniefni undir höndum eða neyta þeirra.


Að þessum aðgerðum loknum er kannski einhver von til þess að við fína og góða fólkið getum lifað í fíkniefnalausu landinu og dreypt á okkar göfuga vímugjafa, áfenginu. Við verðum kannski eitthvað færri en áður, en skítt með það ef fíkniefnin verða horfin.


Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður

© 2018 JSG lögmenn, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík og Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum. Netfang: upplysingar@jsg.is. Sími: 5301230.

  • s-facebook
  • s-linkedin