
Ríkisstjórnin hefur nú auglýst eftir tillögum um sparnað á ríkisútgjöldum. Þegar Landsréttur var stofnaður var það látið eftir dómurum Hæstaréttar að fækka þeim aðeins í sjö en ekki fimm eða jafnvel þrjá, eina og minnkandi starfsálag leyfði. Ég skoðaði ársskýrslur réttarins og sá að starfsannir hvers dómara í Hæstarétti minnkuðu niður í 25% af því sem var fyrir breytinguna. Þetta er sama hlutfall og Markús nefndi þegar hann hætti (sjá viðtal í Lögmannablaðinu 1. tbl. 2020, bls. 22). Þeir sinna nú flestir umfangsmiklum aukastörfum sem ekki ætti að þekkjast hjá dómurum við réttinn. Ég benti ráðherrum á að þarna mætti spara. Sjáum til hvað gerist.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur