top of page
  • Writer's pictureJón Steinar Gunnlaugsson

Ofríki án tilefnis


Hafa menn áttað sig á hvers konar ástandi hefur verið komið á hér á landi um þessar mundir?


Stjórnvöld í landinu reyna að hefta útbreiðslu veiru með því að fyrirskipa mönnum að fara í svokallaða sóttkví eða einangrun og er þá ekki skilyrði að viðkomandi maður beri í sér veiruna; nóg er að hann hafi hitt einhvern sem gerir það.


Fyrir liggur að veiran sem um ræðir veldur ekki veikindum, eða svo litlum og hjá svo fáum að engu máli skiptir.


En sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um þetta og stjórnmálamennirnir sem við höfum kosið yfir okkur þora ekki annað en að hlýða.


Engu máli skiptir við þessar tilgangslausu ákvarðanir að fjöldi manna verður fyrir alvarlegu tjóni vegna þeirra. Þar eru drykkjuskapur, heimilisofbeldi, sjálfsvíg og gjaldþrot ofarlega á blaði.


Og ef þú hlýðir ekki þessum fyrirmælum stjórnvaldanna verður þú sektaður.


Jón Steinar Gunnlaugsson er andvígur ofríki valdamanna

bottom of page