top of page
Writer's pictureJón Steinar Gunnlaugsson

Lögin of gömul?

Það var ótrúlegt að heyra í hvalveiðiráðherranum í kvöldfréttum sjónvarps. Hún sagði að lögin um hvalveiðarnar væru frá 1949 og þess vegna þyrfti ekki að fara eftir þeim; þau væru svo gömul. Svo væri efni þeirra ómögulegt og hún væri á öðru máli en lögin um hvernig standa ætti að málum. Hún hefði því ákveðið að fara ekki eftir lögunum. Svo hún hefði því bannað hvalveiðar með dags fyrirvara og valdið stórfelldu tjóni hjá þeim sem höfðu stundað þessar veiðar og hugðust halda því áfram. Loks kvaðst hún ekki ætla að taka neina ábyrgð á ólögmætri aðför sinni að veiðimönnum. Og sjáið til; hún mun sitja áfram. Þjóð sem á ráðherra sem haga sér svona án þess að bera nokkra ábyrgð. hlýtur að vera vel sett, eða hvað? Kannski er þetta bara grín?


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Commenti


bottom of page