top of page
  • Writer's pictureJón Steinar Gunnlaugsson

Lífsgæfa

Í byrjun september 1972 hlotnaðist mér lífsgæfa sem hefur dugað mér síðan. Ég kynntist minni frábæru eiginkonu. Tíminn sem liðinn er telur rúmlega 51 ár. Hún á afmæli í dag 14. nóvember. Það er ekki hægt að hugsa sér betri lífsförunaut en hana. Börnin eru 5 og barnabörnin 15. Þetta stórveldi höfum við skapað saman, þó að hún eigi mestan heiðurinn af því. Hún sinnir þessu fólki með ómældri ást og umhyggju. Takk lífsástin mín fyrir þennan tíma sem getið hefur þetta kraftaverk af sér.


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

bottom of page