top of page
Writer's pictureJón Steinar Gunnlaugsson

Frammistaða við talningu atkvæða

Frammistaða kjörstjórna við talningu atkvæða í forsetakosningunum í gær var frekar bágborin. Allir vita að þjóðin bíður fyrir framan sjónvarpstækin sín eftir upplýsingum um tölur úr talningunni. Það komu smáar tölur úr tveimur kjördæmum stuttu eftir að kjörfundi lauk kl. 22 en síðan ekki fleiri tölur fyrr en vel eftir miðnætti. Þessi frammistaða er óboðleg. Það er enginn vandi að koma fram með fyrstu tölur úr öllum kjördæmum rétt upp úr kl.22. Kjörstjórn tekur kjörkassa kl. t.d. 20 og fer með þá í talningarsal sem er læstur undir lögregluvernd. Inn í salinn fara svo talningarmenn sem hefja flokkun og talningu atkvæða strax. Þá verða fyrstu tölur úr öllum kjördæmum tilbúnar upp úr kl. 22. þegar kjörfundi lýkur, þannig að unnt er að birta þær þá strax. Það á auðvitað að vera skylt að standa svona að birtingu talna svo fólk geti fylgst með upphafi talningarinnar miklu fyrr en núna. T.d. þarf gamalt fólk, sem langar til að fylgjast með, að geta komist í háttinn miklu fyrr en nú er.


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

bottom of page