top of page
  • Writer's pictureJón Steinar Gunnlaugsson

Arnar Þór Jónsson

Nú styttist í forsetakosningar. Hinir 12 frambjóðendur hafa verið áberandi í fjölmiðlunum í viðtölum og kappræðum eins og við mátti búast. Sumir þeirra virðast helst leggja áherslu á að geðjast kjósendum og þá oftast í málefnum sem koma embætti forseta ekkert við.

 

Einn frambjóðenda sker sig úr að því leyti að hann fjallar yfirleitt um málefni sem snerta beinlínis starf forseta m.a við gæslu hagsmuna okkar í samskiptum við aðrar þjóðir. Hann er traustvekjandi og þekkir til starfsskyldna embættisins vegna menntunar sinnar. Kjósendur hafa séð að hann leitast frekar en hinir við að vera málefnalegur í kosningabaráttu sinni og hann reynir ekki að afbaka mál sitt í þeim eina tilgangi að ganga í augun á fólki.

 

Það hefur til dæmis verið áherslumál hjá honum að vilja styrkja persónulegt frelsi manna og verja fullveldi okkar gegn yfirgangi annarra ríkja sem nú fer sífellt vaxandi.

 

Þetta er Arnar Þór Jónsson. Furðulegt nokk hefur hann ekki skorað hátt í skoðanakönnunum. Af kosningabaráttunni má samt vera ljóst að hann hefur meiri þekkingu á þeim verkefnum sem falla undir forsetaembættið.

 

Kjósendur ráða auðvitað atkvæðum sínum sjálfir. Kannski ættu þeir að veita Arnari Þór meiri athygli vegna þeirra málefna sem hann stendur fyrir.


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Comments


bottom of page