• Jón Steinar Gunnlaugsson

Alan Dershowitz
Alan Dershowitz er heimskunnur bandarískur lögfræðingur. Hann er af gyðingaættum og hefur gefið upp afstöðu sína til stjórnmálaflokka þar vestra. Hann kveðst fylgja demókrötum að málum.


Alan Dershowitz hefur lýst skömm sinni á árásum á Trump forseta, þar sem forsetinn hefur verið sakaður um lögbrot í tengslum við forsetakosningarnar 2016, þegar hann var kjörinn. Þetta séu bara pólitískar árásir studdar af áhrifamiklum fjölmiðlum, en án allra haldbærra sannana.


Alan Dershowitz hefur lýst skömm sinni á kenningum sem fram hafa komið á undanförnum misserum þar vestra og víðar um að helförin gegn gyðingum á árum síðari heimsstyrjaldarinnar sé tilbúningur, runninn undan rifjum gyðinga. Hann hefur hins vegar hátt og snjallt lýst stuðningi sínum við rétt slíkra kenningasmiða til að tjá sig, meðal annars um þessar bágbornu kenningar. Hann styður nefnilega tjáningarfrelsið.


Alan Dershowitz tekur grundvallargildi lýðræðislegs samfélags fram yfir glamur fjölmiðla og málatilbúnað „rétttrúaðra“ stjórnmálamanna, sem ávallt virðast telja að tilgangurinn helgi meðalið í baráttunni við „hitt liðið“.

© 2018 JSG lögmenn, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík og Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum. Netfang: upplysingar@jsg.is. Sími: 5301230.

  • s-facebook
  • s-linkedin