top of page

Úr eftirmælum

Writer: Jón Steinar GunnlaugssonJón Steinar Gunnlaugsson

Ég hef að undanförnu birt hér á fasbókinni ljóð úr ljóðabókinni „Illgresi“ eftir Örn Arnarson, sem ég tel fremstan íslenskra ljóðskálda. Við ættum sem flest að kynna okkur ljóð hans. Hér kemur eitt enn sem ber heitið „Úr eftirmælum“:


Hefur göngu æskan ör

Árla lífs á degi,

sýnist ævin unaðsför

eftir sléttum vegi,

skilur ei, að kuldakjör

koma á daginn megi.

Haustsins þungu kröm og kör

kennir vorið eigi.


Þreyta merkir hár og hár

hvítt, er líður vorið.

Sljóvgar auga tár og tár.

Tæmist æskuþorið.

Allir hljóta sár og sár,

svo að þyngir sporið.

Leggst við baggann ár og ár,

uns menn fá ei borið.


Mörgum þykir vel sé veitt,

vinnist gullið bjarta,

láta í búksorg ævi eytt,

ágirndinni skarta.

En þeir flytja ekki neitt

yfir djúpið svarta.

Þangað fylgir aðeins eitt:

ást frá vinarhjarta.


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður


© 2018 JSG lögmenn, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík og Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum. Netfang: upplysingar@jsg.is. Sími: 5301230.

  • s-facebook
  • s-linkedin
bottom of page