top of page
Writer's pictureJón Steinar Gunnlaugsson

Ábyrgð á sjálfum sér

Alveg frá því ég fyrst fór að velta tilverunni fyrir mér hefur það verið einhvers konar grunnstef í afstöðu minni að menn eigi að njóta frelsis til orða og athafna svo lengi sem þeir skaða ekki aðra. Óhjákvæmilegur hluti þessa frelsis sé svo að bera sjálfur ábyrgð á háttsemi sinni og tjáningu.


Segja má að þessi afstaða sé skilgetið afkvæmi þeirrar hugsunar að samfélag manna sé til fyrir þá einstaklinga sem þar lifa. Þeir séu hins vegar ekki til fyrir samfélagið sem þeir búa í, eins og svo margir virðast telja, heldur sé tilvist þess fremur ill nauðsyn. Hlutverk ríkisvaldsins sé fyrst og fremst að vernda menn fyrir ágangi og afskiptasemi annarra en ekki að skerða frelsi þeirra til athafna sem varða þá sjálfa.


Fyrir hefur komið að ég hafi stungið niður penna um þetta þó að sjálfsagt hafi miklu oftar verið tilefni til.


Vinur minn Brynjar Níelsson hefur nú sagt af sér varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mig grunar að hann hafi svipaða afstöðu til lífsins og ég.


Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Comentários


bottom of page